Ársuppgjör
Árið 2002 var afar hressandi og margt gerðist og mikið. Á næstu dögum mun ég fara yfir árið með sjálfum mér og rifja upp svona það helsta. Ég mun skrifa um hvern mánuð fyrir sig og birta jafn óðum og ég skrifa.
Haukur Hauksson 2002
Árið í máli og myndum
Wednesday, January 15, 2003
Tuesday, January 14, 2003
Janúar.
Að venju hófst árið á léttu chilli fyrstu dagana. Svo fór að styttast í lokabrottförina til Myrtle Beach. Að þessu sinni var farið á afmælisdeginum mínum, 10. janúar. Síðustu dagarnir fyrir brottför voru farnir að vera frekar vanafastir. Stress í einhverjum pappíramálum og öðru, pakka og kveðja fólk. Gamlar fréttir og nýjar.
... Flugið til Baltimore var hressandi að venju. Ég flaug þangað ásamt fríðu föruneyti. Með í för voru meðal annars Palli (a.k.a. Porno Paul), Valli og family, og Kjartan og family... mig minnir það allavega. Þetta var annað flugið eftir 11. september 2001 og því voru nokkuð mikill spenningur í maganum. Það átti aldeilis að lúskra á Bin Laden ef hann læti sjá sig, já eða hans menn. Nú eða bara aðrir menn eða konur, börn og gamalmenni.
... Ferðin gekk hins vegar bara nokkuð vel. Þegar til Baltimore var komið tók við ferð hjá mér og Palli í bíl til Myrtle Beach. Alls um 8 tíma ferð um miðja nótt; lítið sofnir. Það er aldrei gaman, en á leiðarenda komumst við. Það var ánægjulegt mjög.
... Harpa kom í lok janúar minnir mig. Það var hressandi sending frá Íslandi. Við bjuggum ennþá í 5306 í “Five Season” hlutanum af “Myrtle Beach Resort”. Ég skrifa þetta bara fyrir svona framtíðina ef ég skyldi gleyma þessu.
... Skólinn var rétt að byrja. Ég var í fimm tímum að venju. Þeir hétu: Advanced Corporate Finance, Financial Institutions and Markets, Investments, Real Estate Finance, og Religion. Allt saman mjög skemmtilegir og fróðlegir tímar, nema kannski helst ‘Institutions’. Ef það er einhver sem vill kynna sér þessa tíma, þá er ég búinn að skipuleggja allt námsefni mitt frá skólaárunum hér í kjallarnum í sérstakar möppur. Allir velkomnir. Já, Hagnaðurinn veit að það er mikilvægt að vera vel skipulagður.
... Veðrið í Myrtle Beach er vanalega ekkert sérstakt í janúar. En á árinu 2002 gerðist eitthvað undarlegt. Það var nefnilega þannig að það voru hátt í 30 gráður síðustu 2 vikurnar í mánuðnum. Það var afar hressandi. Gott ef maður chillaði ekki bara í sundlauginni á þessum tíma.
... Félagslífið var blómlegt. Baldur var á hæðinni fyrir neðan í íbúð 5305. Var gjarnan tölt niður og fengið sér bjór yfir NBA leik, eða jafnvel NFL leik. Var þar Lakers í sérstöku uppáhaldi og einnig St. Louis Rams í NFL. En ég vill taka fram að uppáhaldsliðið mitt í NFL er Tampa Bay Buccanears. Eina ástæðan fyrir því er sú að fyrstu önnina mína úti, þ.e. haustið 1999 fór ég til Florida í “Thanksgiving” og sá þá einmitt völlinn sem þeir spila á. Kannski ekki merkileg ástæða, en ástæða samt. Ekki veit ég af hverju Baldur Knútsson heldur með Minnessota Vikings, en ég vill hafa það á hreinu með hverjum ég held.
Febrúar
Febrúar var stórkostlegur mánuður. Stórkostlegur fyrir einn hlut. Sá hlutur er nánast of stórkostlegur til að skrifa um og verður eiginlega bara upplifaður. En ég ætla nú samt að reyna.
... Charlotte er borg í Norður – Karólínu. Kannski ekki hressileg borg en þeir hafa (höfðu) soldið sem ekki allir hafa. Það er lið í NBA deildinni í körfuknattleik. Ég var staddur í Charlotte í nóvember árið 2001. Var ég þar ásamt Hörpu að sækja Helgu, vinkonu hennar. Ákváðum við í góðu flippi að heimsækja heimavöll Charlotte Hornets. Fengum við að kíkja á höllina á þeim forsendum að við værum heimskir Íslendingar sem yrðum að fá að kíkja á þetta. Gekk það eftir þrátt fyrir að öryggisvörðurinn var skíthræddur við útlendinga. Tókum við nokkrar myndir og hypjuðum okkar svo út. Þetta var hressandi og náðust nokkrar góðar myndir. Þá fékk Hagnaðurinn (var reyndar ekki farinn að kalla sjálfan mig þetta þá) þá snilldarhugmynd að kaupa miða á kappleik og gerði ég það. Kappleikurinn fór fram í febrúar á þessu ári. Keyptir voru 6 miðar. Kostaði hver þeirra $29.
... Þann 17. febrúar var lagt af stað í ferð sem gleymist aldrei. Með í för voru eftirtaldir: Kobe I (Hagnaðurinn), Magic, Kobe II (Óli), Harpa, Camilla og Porno. Porno var bílstjóri. Aðrir voru farþegar og létu dólgslega. Bjór var hafður við hönd og Lakers-diskurinn var settur í spilarann á bílaleigubílnum. Stefnan var tekin á Charlotte Coliseum þar sem Lakers voru að spila við andstæðingana.
... Los Angeles Lakers er göfugast allra íþróttaliða segi ég.
Shaq stærstur og sterkastur
Kobe klárastur og kraftmestur
Fisher fimastur og fyndnastur
Fox fallegastur og frumlegastur
Horry hnyttinn og hittinn
... Ferðin var soldið skrýtin. Ekki oft sem fjögurra tíma ökuferð líður eins og hún sé bæði hálftími og tíu tímar. Spennan og eftirvæntingin var slík að manni fannst maður verð svakalega lengi á leiðinni en um leið roslega fljótur. Ég veit að öllum í bílnum leið kannski ekki alveg eins, enda sumir að fara á leikinn til að sjá hverju sætur Kobe er, frekar en hversu bestur hann er. Furðulegt!
... Höllin, sætin, maturinn, stemningin, leikurinn, karfan..... og já, ekki gleyma: klappstýran. Oh my, ég er að upplifa þetta allt aftur.
Höllin sem leikinn fór fram í er tilkomumikil en um leið voðalega einföld. Hún er uppá hæð og stendur þar tignarleg. Ég hafði reyndar komið þarna þrisvar sinnum áður og vissi því að hverju ég gekk. En þá var ég að gera eitthvað allt annað. Þá var ég ekki að fara að horfa á Shaq og Kobe. Þá var ég að horfa á Korn og Staind spila þungarokk, og Malone og Stockton spila leiðinlega. Höllin var eitt sinn sú stærsta í NBA, en tekur hún rétt um 23,000 manns í sæti. Þetta kvöld var uppselt, hvað annað?
Sætin sem við vorum í voru ágæt. Í rauninni bara það besta sem við gátum fengið. Þetta var á svokölluðu "lower level" fyrir aftan aðra körfuna, þar sem Lakers höfðu bekkinn sinn. Alls ekki slæmt. Kemur bara á óvart hversu vel maður sér þrátt fyrir að vera ekki á besta stað.
Maturinn er partur af heildarmyndinn. Það er seldur matur þarna útum allt. Þá er ég ekki að tala um salatbar, pasta og ávaxtasafa. Meira svona pítsa, pulsa, feitur hamborgari og bjór. Við fórum í pítsu og bjór. Og já, einhverjir fengu sér nachos með mikilli sósu.
Stemningin þarna var fremur skrýtin. Charlotte er þekkt fyrir að fá fáa áhorfendur, sem var einmitt ein af ástæðunum að þeir fluttu til New Orleans núna í sumar. En þetta febrúarkvöld var fullt í höllinni. Ein af ástæðunum er sú að það voru svo margir Lakers menn á svæðinu. Hver á að sjá fyrir .... ? Maður sá gula og fjólubláa menn allsstaðar. Þetta var alveg geggjað. En hvað viðkemur svona stemningu eins og við Íslendingar hugsum um ‘stemningu’ þá var hún frekar lítil. Fólk var almennt meira bara að borða hamborgarann sinn og drekka kókið. Það er frekar erfitt að lýsa því hvernig þetta var. Þetta er öðruvísi. Sérstaklega leikhléin. Ég hélt að leikhlé væru notuð til að fara yfir málin, leggja upp leikaðferð og e-ð svoleiðis. En nei, leikmennt eru meira í því að fylgjast með skemmtiatriðum og þurrka af sér svitann. Þetta vissi ég ekki þá, en veit núna.
Leikurinn sjálfur var það sem kom mér mest á óvart. Þegar ég horfi á þetta í sjónvarpinu þá finnst mér þetta taka óratíma. Það tekur 2 ½ tíma að meðaltali að spila hvern leik, sem er talsverður tími. En þetta kvöld fannst mér eins og þetta tæki enga stund. Ég veit ekki hvað það er. Hreinlega veit það ekki. Einnig var eins og maður setti sig ekki beint inní leikinn. Maður meira bara var þarna og hugsaði: svona er þetta þá eftir allt. En að leiknum. Þetta var ekkert sérstaklega vel spilaður leikur. Hornets voru með forystuna nánast allan tímann. Það var eins og Lakers kæmust aldrei almennilega í gang. Reyndar höfðu þeir spilað kvöldið áður í Cleveland.
... Svo í fjórða leikhluta fóru hlutirnir að gerast. Lakers voru svona 10 stigum undir þegar 4 mínútur voru eftir. Þá var ákveðið að setja í þriðja gír. Lakers minnkuðu muninn jafn og þétt og það var orðið jafn þegar um hálf mínúta var eftir. Hornets með boltann. Leikhlé. Þvílík andskotans spenna. Og talandi um stemningu hér áðan. Núna var orðið geðveik stemning. Hornets fóru í sókn. Þeir tóku einhver 3 skot í þessari sókn, en öll geiguðu. Lakers náðu loksins boltanum. Ennþá jafnt. Leikhlé. Þrjár sekúndur eftir.
Núna var ekki horft á skemmtiatriði í leikhléinu. Phil Jackson var með plan. Það vissu allir í húsinu hvert planið var. Leikhlé búið og Lakers fengu að færa boltann upp að miðju. Brian Shaw var kominn inná til að kasta inn. Allir áhorfendur voru staðnir upp. Kobe tók á rás, kom af hindrun og fékk boltann; rétt innan við þriggja stiga línuna. Gabbaði einu sinni. Varnarmaðurinn féll ekki fyrir því. Þannig að hann skaut bara fade-away í fésið á honum. Swissssssssssssssssssssss. Leik lokið.
Það voru gríðarleg fagnaðarlæti. Ekki bara hjá okkur heldur útum allt. Maður sé þarna að það hafa örugglega verið svona 5-6000 Lakers menn í húsinu. Hver á að sjá fyrir búsinu? Shit hvað þetta var hressandi helvíti. Gæti hreinlega ekki hafa verið betra. En þetta átti eftir að batna.
Eftir leikinn vorum við eitthvað að chilla og taka myndir og svona. Er ekki ein klappstýra þá eitthvað að rölta þarna rétt hjá! Við grípum tækifærið og stökkvum á hana. Ekki í orðsins fyllstu reyndar. En við fengum allt sem við gátum beðið um, þ.e. mynd af okkur með henni. Svo þegar við vorum að fara út þá leið manni eins og bróður í fyrsta sinn. Við vorum í búningunum okkar eins og sönnum Lakers-mönnum sæmir, og þá eru þarna blökkumenn í sigurvímu rétt eins og við. Spaðann bróðir. Spaðann til baka.
Þetta var febrúar. Ég man ekkert meira frá þeim mánuði.
Mars
Sigurður Óli Sigurðarson, a.k.a. Gráa Eldingin, sagði mér um daginn að hann hefði aldrei séð Mars súkkulaði í búð í Bandaríkjunum. Þótti mér það athyglisvert og ákvað því að skrifa hér um mars-mánuð. (Ég hef aldrei séð Daim súkkulaði í USA, en það er enginn Daim mánuður svo það nær ekki lengra).
Mars byrjaði með látum. Strax á öðrum degi mánaðarins var tekinn pakki. Fyrst fórum við Harpa og Óli í matarboð til Baldur Knútssonar á neðri hæðinni. Hann var búinn að elda dýrindis kjúkling í ofni. Var þetta ágætlega gert hjá Baldri (hér eftir BK) og á hann hrós skilið. Eftir matinn komu yfir til okkar Kjartan Eyjólfsson og Valgarð Sörensen. Það var kominn tími á brottför. Destination: Porno Paul Transportation: Mary.
Það voru góðir gestir á svæðinu. Meðal annars voru mættir Ásmundur Haraldsson, knattspyrnukappi úr K.R., Þrótti og fleiri félögum. Með honum var Grétar Sveinsson, einnig knattspyrnukaapi úr Í.R. og Breiðablik. Höfðu þeir komið alla leið frá Pennsylvania til að hitta okkur. Seinna bættust í hópinn Stoney og Jason Smith (Smitty). Partý þetta var ágætt. BK stal senunni með því að rassskella sjálfan sig. Einnig var Harpa í góðum gír.
Næsti viðburður var föstudaginn níunda þegar Sigurður átti afmæli. Hann varð svo mikið sem 23 ára. Hann fékk góðar gjafir, m.a. "ClimaXXX" frá góðu fólki. Þarna var mikið af góður fólki. Eiginlega bara allt pakkið sem bjó þarna, auk vinar BK sem bjó í Charleston. Hann var soldið krullaður. Stemningin var góð. Í þetta skiptið var Harpa að rassskella sjálfa sig, og fleiri.
Næstu helgi var farið til Charleston. Þetta var fyrsta helgin í Spring Break. Í för voru ég og Harpa, og Óli og Camilla. Stefnan var tekin til Hjartan og Ína, sem bjuggu þarna og voru í Mastersnámi... Indælisfólk. Þau voru að fara í brúðkaup þennan dag hjá blökkufólki í Georgetown, og vorum við öll fengin til að passa Sigga Tomma, son þeirra. Við skelltum okkur í bæinn með drenginn og kerru. Gvuð hvað Charleston er falleg borg.
Um kvöldið var svo grillað og sá húsbóndinn á heimilinu algerlega um það og fór á kostum, sérstaklega voru grill-græjurnar hans tilkomumiklar. Glæsileg máltíð í alla staði. Þá var komið að drykkju og leikjum, eitthvað sem oft fylgir því að hitta Hjört og Ínu. Það var drukkið stíft, m.a. annars rússneskt kókaín (það samanstandur af appelsínu/sítrónu og sykri og/eða kaffi). Rosa gott. Leikurinn þetta kvöldið var “Hver er hljómsveitin”. Það var hart tekist á og ég held að lokum hafi Camilla sigrað.
Daginn eftir fórum við Harpa í herskip sem var statt þarna rétt hjá. Það var soldið skemmtilegt að sjá þetta svona í nærmynd, og sérstaklega að fá að fara um borð í kafbát. Shit hvað það er þröngt þar. Að lokum enduðum við þessa skemmtilegu ferð í “Rooms to Go”, sem er búð sem selur húsgögn. Lítið meira um það að segja.
New Orleans Dagur 1 (Mars continued)
Þann 19. mars var flogið til New Orleans, Lousiana. Með í för voru Camilla og Óli, og BK og Svala, kærastan hans. Flogið var til Charlotte að þaðan niður eftir. Ferðin gekk svona sæmilega og spenningurinn mikill fyrir að sjá hótelið (sem við pöntuðum á netinu). Og þvílík sjón. Við vorum komin inní mesta skuggahverfi New Orleans, þar sem aðeins blökkumenn bjuggu.... og þá meina ég aðeins! Ekki það að ég hafi neitt á móti blökkumönnum.... margir af mínum bestu vinum eru blakkir. En allavega, þá var þetta mesta skítahótel sem við gátum ímyndað okkur... en það var ódýrt!
Það var ekki eftir neina að bíða, rétt komið hádegi og tími til að kíkja í bæinn. Við ákváðum að fara í strætó. Það var ekkert voðalega skynsamleg ákvörðun. Þá fyrst sáum við að við vorum í svona hverfi, já og svona ca. næstu 5 mílur. Það var horft á okkur eins og geimverur. Líklegast þótti okkur að við vorum fyrsta hvíta fólkið sem kom í þennan strætó í 7 ár. Hvað um það...
Strætóferðin endaði niðrí bæ, í hinum svokallaða French Quarter. Við virtumst vera komin í einhvers konar siðmenningu, sem var vissulega hressandi. Hvað gera svo villtir ferðalangar í framandi borg næst? Jú, við hófum göngu mikla, bæði til að skoða okkur um og einnig til að finna bar. Þetta var bara helvíti fínt eftir allt. Öll húsin svona voða frönsk og sæt. Harpa varð að taka 74 myndir af þeim. Hún hélt líklega að það væri von á heimsendi og húsin myndu ekki verða þarna daginn eftir. En hvað um það... við vorum búin að finna Bourbon Street, gata sem okkur hlakkaði öll til að koma á. Við fundum svo loksins bar. Hann leit afskaplega vel út. Hljómsveit að spila djass í góðu flippi og stemningin ágæt. En þetta var líka dýrasti bar í heimi. Mig minnir að lítill bjór hafi kostað $8. Því var stoppað stutt og farið annað.
Næsta stopp var á píanóbar. Fengum við okkur í gogginn þar og skelltum okkur á happy hour (gleðistund). Svo byrjuðu einhverjir píanógaurar að spila músík. Þeir kunnu sitthvað fyrir sér í þeirri list. Þarna myndaðist mikil stemning og drykkjan var í hámarki. Reyndist þetta var síðasta stopp dagsins. Þarna sátum við tímunum saman og segja má að Íslendingarnir hafi átt staðinn á tímabili. Við fórum meðal annars uppá svið í "höfuð, herðar, hné, og tær". Þá var stiginn trylltur dans og fleira. Vel heppnað kvöld og bara helvíti fínn dagur í New Orleans. Fyrsta deginum var lokið. Tími til kominn að fara uppá hótel og verða hræddur.
New Orleans: Dagur 2 (Mars Continued)
Dagurinn hófst með skemmtilegri blöndu af þynnku og hræðslu; þynnku frá deginum áður og hræðslu við að vera mikið lengur í þessu vafasama hverfi. Því var ákveðið að drífa sig fljótlega í bæinn og skoða sig meira um. Það var af nógu að taka þennan annan dag.
Við byrjuðum á því að skipta hópnum upp og löbbuðum eitthvað um. Endaði sú gönguferð með því að allir hópurinn hittist í "World Trade Center" þar sem það var ansi skemmtilegur veitingastaður á efstu hæð hússins sem snerist í hringi, svipað og Perlan hér í Reykjavík. Það var bara setið og slappað af, fengið sér afréttara, spjallað og tekið slatta af myndum. Því næst var verslað soldið áður en eitthvað skemmtilegra væri gert um kvöldið. Ég var allavega ekki kominn þangað til að versla.
Við borðuðum á ansi skemmtilegum veitingastað þetta kvöldið sem seldi "Huge Ass Beers" . Hann seldi líka úrvals steikur og annað. Þetta var staður uppá svölum og borðuðum við úti, á stað sem er hinum megin við götuna þar sem stelpur gjarnan flassa brjóstunum fyrir eldri karlmenn og myndavélar: svokallað “girls gone wild”. Alllavega, þá var étið mikið og átu sumir meira en aðrir.
Næsti viðkomustaður var bar sem heitir “Pat O´Briens”. Við höfðum lesið á netinu að þetta væri afar skemmtilegur staður og reyndist það rétt í stórum dráttum. Þarna var hægt að fá alls konar hanastél auk annarra drykkja, m.a. þeirra "World Famous Hurricane" . Það var glatt á hjalla, mikið drukkið og mikið gaman. Hápunktur kvöldsins var þó þegar fram fór keppni í svokölluðum “víðáttubrjálæðis-rúnkhljóðum Palla”. Vakti sú keppni óskipta athygli nærstaddra.
Kvöldinu lauk svo eftir að við höfðum virt fyrir okkur stelpur verða villtar . Það var afar hressandi þó lítið hafi dregið til tíðinda. Það var manað Svölu til að flassa en hún lét ekki til leiðast og hneppti að sér peysunni. Annars var ansi merkilegt að fylgjast með áhorfendum . Þetta voru eiginlega allt karlmenn á miðjum aldri með hálsfestar hangandi um sig, tilbúnir að fleygja þeim til þeirra sem létu að vilja þeirra. Sick, ekki satt?
New Orleans: Dagur 3 (Mars Continued)
Það var komin soldið þreyta í mannskapinn þennan þriðja dag ferðarinnar. En það var engin ástæða til að slappa af og því var drifið sig í bæinn þegar við vöknuðum. Núna átti að skoða áður ókönnuð lönd, jafnvel eitthvað spennandi. Humm, ég hlakka til.
Jæja, komum okkur að efninu. Við byrjuðum á að heilsa uppá kall sem heitir Louis Armstrong . Það var garður þarna sem var tileinkaður honum. Armstrong var búinn að dressa sig upp og var allur hinn ferskasti . Þaðan lá leiðin í kirkju eina. Eins og oft vill verða þá myndast gífurleg stemning í kirkjum víðsvegar um heiminn, og þarna var engin undantekning.
Til að halda stemningunni gangandi var farið í kirkjugarð. En þetta var enginn venjulegur kirkjugarður, því allar grafirnar voru ofanjarðar . Þetta var athyglisverð sjón. Ástæða þessa ku vera að jarðvegurinn þarna er svo rakur. Veit ég ekki meira um það. Hins vegar myndast víst svakalegur fnykur þarna á sumrin þegar hitinn er um 35 gráður. Voða sætt allt saman en mjög óskipulagt svo ég klóraði mér bara í hausnum.
Svo var bara rölt meira um, tekið myndir og látið taka myndir af okkur , og einnig látið teikna myndir af okkur. Það kom ekki vel út. Þar vorum við tekin í rassgatið á Asíufólki.
Kvöldið var með rólegta móti. Fyrst var bara chillað á ‘World Trade Center’ barnum og svo borðað á Hard Rock. Það var bara fínt; Harpa fékk ís og aðrir fengu bjór og steik . Eftir matinn var svo aðeins farið á sjálfan ‘Stelpur verða villtar” barinn og tjekkað á stemningunni. Tempraður dagur í tempruðu loftslagi og stemningin eftir því. Fínn dagur.